Áhrif veiðarfæra

Aðgát skal höfð þegar átök frá veiðarfærum halla skipinu, t.d. þegar veiðarfæri eru innbyrt með aðstoð vinda eða þegar veiðarfæri festist í botni. Hallavægið sem skapast vegna átaks frá veiðarfærinu hvolfir skipinu þegar það verður stærra en RÉTTIVÆGIÐ.


Fyrir skip 10 m langt og 3 m breitt sem sýnt er á bls. 31 þarf aðeins 2ja tonna átak frá veiðarfærum til að hvolfa því.

Þættir sem auka hallavægið og þar með líkurnar á að skipinu hvolfi eru m.a. eftirfarandi:

  • stærri og efnismeiri veiðarfæri
  • hár átakspunktur veiðarfæra
  • aflmeiri vindur og annar veiðarfærabúnaður
  • aukið vélarafl (togveiðiskip)
  • slæmt sjólag og festur

Öll réttindi áskilin © Fræðslumiðstöð Vestfjarða www.frmst.is