Óheft yfirborð vökva

Austurop skulu vera opin og frjálst rennsli að þeim og í gegnum þau. Sjór sem safnast fyrir á þilfari getur skapað alvarlega hættu vegna óhefts yfirborðs og hækkunar þyngdarmiðju skipsins. Gætið þess að veiðarfæri drekki ekki í sig sjó eða hlaði á sig ísingu á þilfari eða hindri rennsli um austurop. Þegar gert er ráð fyrir farmi í uppstillingu á veðurþilfari skulu vera hæfilega breiðar rifur á milli borða til þess að sjór geti runnið auðveldlega að austuropum skipsins.

Fjölda hálffullra geyma skal takmarka eins og hægt er.

Kynnið ykkur allar leiðbeiningar um notkun sjókjölfestugeyma. Slakir (hálffullir) geymar draga úr stöðugleikanum og geta verið hættulegir.

Ekki má hafa óvarin fiskikör og án yfirbreiðslu á þilfari. Ef sjór kemst í körin getur það dregið mjög úr stöðugleikanum og hvolft skipinu.

Fríborð

Til þess að tryggja nauðsynlegan stöðugleika skipsins verður skipið að hafa tiltekið lágmarks fríborð. Með minnkandi fríborði minnkar réttiarmurinn (GZ) og ending stöðugleikans og þar með hæfni skipsins til að rétta sig við þegar því er hallað.

Öll réttindi áskilin © Fræðslumiðstöð Vestfjarða www.frmst.is