Inngangur

Ísland er eftirsóknarvert land til að heimsækja. Þó að landið sé á mörkum hins byggilega heims sökum legu þess, er veðurfar þannig að hitastig verður sjaldan hátt að meðaltali og kuldar eru fátíðir til lengdar. Golfstraumurinn sem fer réttsælis um landið, á ríkan þátt í því að landið er byggilegt.

Íslendingar búa við stórbrotna náttúru. Landið er fjöllótt með lítið undirlendi við ströndina. Suðurströndin er undantekning en þar er undirlendið mest og skipast á grösugar sveitir og svartir sandar. Það eru gjöful fiskimið við strendur Íslands og eru fiskveiðar stundaðar allt kringum landið. Er fiskað í troll, dragnót og á línu. 

Veiðar á sjóstöng er vinsælt sport. Fjölskyldan öll getur tekið þátt og eru þessar veiðar ekkert sérstaklega fyrir karla. Konur og börn geta auðveldlega tekið þátt. Það er gaman að sjá fallega landið okkar frá sjó. Bátarnir sem notaðir eru til þessara veiða eru öruggir og góðir í sjó og kappkosta bátaleigurnar að svo sé. 

Vestfirðir eru mjög gott svæði til að stunda veiðar á sjóstöng. Þar eru firðir og víkur sem eru kjörnar til veiðanna. Fjöllin eru með sléttum brúnum sem er einkennandi fyrir þetta landsvæði. Það er mikil upplifun fyrir alla að umgangast þessa fallegu og stórbrotnu náttúru til sjós og lands.

Öll réttindi áskilin © Fræðslumiðstöð Vestfjarða www.frmst.is