Siglingafræði

Jörðinni er skipt í  lengdar og breiddarbauga Þar sem Ísland er fyrir vestan 0° lengdarbaug er talað um vestlæga lengd. Myndin hér á blaðinu sýnir okkur lengdar- og breiddarbauga.

Landið er fyrir norðan miðbaug, þess vegna tölum við um norðlæga breidd á miðunum við Ísland.

 

 

Breiddarbaugarnir eru 90 taldir í norður frá miðbaug að norðurpól. Breiddarbaugarnir eru einnig 90 til suðurs að suðurpól. 0° baugurinn er á miðbaug og 90° eru á norðurpólnum. þannig eru 90° líka á suðurpólnum. Við miðbaug eru 110,57 km á milli bauga en við pólana 111,7 km. Þetta er vegna lögunar Jarðar. Jörðin okkar er ekki alveg hnöttótt heldur minnir hún okkur á egg.

 

 

Lengdarbaugar jarðar
Baugarnir eru hálfhringir dregnir hornrétt á miðbaug. Lengdarbaugar eru stórbaugar. Núll gráðu lengdarbaugurinn liggur um London nánar til tekið Greenwich og eru taldir 180°bæði til austurs og vesturs. Daglínan er 180° frá Greenwich en þar breytist tíminn um einn dag þegar farið er yfir hana.
Hnettinum er skipt í 24 tímabelti og er klukkunni flýtt um eina klukkustund við hverjar 15°sem farið er í austur.
Ísland er fyrir vestan 15°vestur lengdar. þó höfum við okkar klukku eins og Greenwich meðal tími er. Það kemur til vegna sérstakar undanþágu sem samþykkt var snemma á síðustu öld.

 

Öll réttindi áskilin © Fræðslumiðstöð Vestfjarða www.frmst.is