Sjókortið

Í bátunum sem eru notaðir til frístundaveiða t.d á þeim stöðum á vestfjörðum sem leigja út báta til þeirra nota er ekki mikið pláss fyrir sjókort. Þar eru notaðir plotterar sem innhalda kort af þeim svæðum sem veiðar eru stundaðar á, og hafnir sem lagt er frá. Þetta eru oftast ekki mjög nákvæm kort en nýtast vel. Það er gott að vita grunnin sem þessi siglinga tækni byggist á.Þess vegna segjum við lítillega frá gerð sjókorta. Á hverju þau byggjast gerð þeirra og notkun. Sjókortin sem við notum byggjast á tækni sem guðfræðingurinn og belginn Mercator (5.mars 1512 í Rupelmode- 2.desember 1592 í Duisburg) fann upp einhver tíman á 16.öld. Þessar gerð er nefnd vaxandi kort.


Prentuð sjókort eru mjög einfaldaðar eftirmyndir af yfirborði jarðar, en við munum að jörðin er hnattlaga en í sjókortunum sem við notum er búið að rétta úr lengdar-og breiddarbaugunum en eru ekki hringlaga.
Sjókort eru teiknuð í ákveðnum mælikvörðum sem segja til um hlutfallið milli stærðar kortsins og raunstærðar þess hluta jarðarinnar sem kortið spannar.Það eru yfirleitt þrjár gerðir sjókorta í notkun. Yfirsiglingakort sem er í litlum mælikvarða, þau spanna stór hafsvæði t.d.1:3000.000, og svo sérkort sem ná yfir minni hafsvæði eru þau oftast í mun stærri mælikvörðum svo sem1:100.000 og eru aðalsiglinga-og hafnarkort.Þegar siglt er nærri landi og farið er inn í hafnir er best að nota sjókort í sem stærstum mælikvarða.

 

Myndin skýrir á hverju hugmyndin um vaxandi kort er gerð.
Mynd af yfirborði jarðar er varpað á flöt og ljós inn við miðju hennar varpar landslaginu út. Við það teygist á kortinu þegar farið er frá miðbaug í átt til pólana.

 

Þetta sjókort synir norðanverða vestfirði. Kvarðinn utan með sýnir lengd og breidd. Breiddin er lesin af kvarðanum sem er lóðréttur. Lengdin er lesin af kvarðanum sem er láréttur. Vegalengd er lesin af breiddar skalanum sem er lóðréttur. Sjókort er mikilvægt og gott hjálpartæki við siglingar.Í þeim er að finna upplýsingar um náttúrulegar aðstæður,eins og grynningar, botnlag,eyjar, sker og boða, einnig um hjálpar- og upplýsingatæki sjófarenda, svo sem baujur,ljósvita og radarsvara ennfremur um leiðastjórnun svo sem aðskildar siglingaleiðir þar sem um þær er að ræða. Það er gott að huga vel að því að velja sér sjókort sem eiga við þær siglingu sem framundan er og þá veljum við kort í stórum mælikvarða þau veita okkur nákvæmustu upplýsingar.

Öll réttindi áskilin © Fræðslumiðstöð Vestfjarða www.frmst.is