Þverskipsstöðugleiki

ÞVERSKIPSSTÖÐUGLEIKI
Transverse Stability
Þegar skip flýtur á réttum kili á sléttum sjó liggja uppdrifskraftur (kraftur upp á við) og þyngdarkraftur (kraftur niður á við) í sömu línu, lóðrétt yfir kili (K).

Ef skipinu er hallað af utanaðkomandi krafti (þ.e.a.s. án þess að færa til þyngdir um borð) er uppdrifsfleyg lyft úr sjó á annarri hliðinni og hliðstæðum fleyg dýft í sjó á hinni. Þetta veldur því að uppdrifsmiðja flyst frá B tilB1.

Öll réttindi áskilin © Fræðslumiðstöð Vestfjarða www.frmst.is