Hreyfistöðugleiki

HREYFISTÖÐUGLEIKI
Dynamic Stability
Sú orka sem þarf til að halla skipinu um tiltekið hallahorn og þar með yfirvinna RÉTTIVÆGIРnefnist hreyfistöðugleiki.


Hreyfistöðugleika má ákvarða með því að mæla flatarmálið undir réttiarmsboglínunni (GZ-línunni) að tilteknu hallahorni. Því stærra sem flatarmálið er þeim mun meiri er hreyfistöðugleikinn.


Þegar skip hallast vegna ytri áhrifa er það oftast vegna ölduhreyfmga. Stuttar og krappar öldur eru hættulegastar minni skipum.


Samspil milli hreyfistöðugleika skips og ölduhreyfmga er mjög flókið og er það m.a. háð hraða og stefnu skipsins miðað við hraða og stefnu öldunnar. Þó er ljóst að eftir því sem skip eru minni þeim mun minni öldur þarf til að hvolfa þeim.

 

Í símsvara, 902-1000 og á heimasíðu Siglingastofnunar www.sigling.is er hægt að fá upplýsingar um veður og sjólag frá vitum og ölduduflum við Island eins og það er á hverjum tíma. Einnig er á heimasíðunni ölduspá og spá um hættulegar öldur og veður næstu daga og spá um sjávarföll og áhlaðanda í höfnum og yfir miðin umhverfis landið.


Mikilvægt er að fylgst sé vel með veðurspám til þess að ráðrúm gefist til að forðast að lenda í sjólagi sem getur ógnað öryggi skipsins.

Öll réttindi áskilin © Fræðslumiðstöð Vestfjarða www.frmst.is